top of page

Þorri og Þura: Tjaldferðalagið

Ný bók um álfana Þorra og Þuru gefin út af Bókabeitunni.

Sólin skín og álfarnir Þorri og Þura ætla í tjaldferðalag saman. Skyndilega kemur hellidemba en vinirnir finna lausn á því eins og öðru, enda láta þau ekkert stoppa sig í ævintýraleitinni.

Þorri og Þura hafa heimsótt leikskólabörn, komið fram á bæjarhátíðum og birst á skjám landsmanna. Þessir bráðskemmtilegu fjörkálfar eru nú orðnir að litríkum söguhetjum og bjóða lesendum með sér í óvenjulega útilegu.

Söguna skrifaði Agnes Wild leikstjóri en Þorra og Þuru skapaðu hún með þeim Sigrúnu Harðardóttur tónlistarkonu og Evu Björgu Harðardóttur, leikmynda- og búningahönnuði. 

Myndhöfundurinn Bergrún Íris Sævarsdóttir féll strax fyrir þeim Þorra og Þuru. Teikningar Bergrúnar gæða söguna litríku lífi og gera bókina að einstökum og eigulegum grip.

Sögunni fylgja skemmtilegt útileguspil, tónlist og litasíður!

Texti: Agnes Wild

Myndskreytingar: Bergrún Íris Sævarsdóttir

Umbrot og kápuvinnsla: Viktoría Buzukina

Prentun: Prentmiðlun, Lettland

Svansmerkið, Prentgripur, 1041 0986

Þorri og Þura er hugverk Miðnættis.

Agnes Wild og Sigrún Harðardóttir sköpuðu persónurnar og Eva Björg Harðardóttir hannaði búninga og útlit. Miðnætti sérhæfir sig í vönduðu menningarefni fyrir börn. 

Þú átt góðan að

Lag og texti: Sigrún Harðardóttir

Töfraland - Bókabeitan 2021

Bók þessa má ekki afrita með neinum hætti, svo sem ljósmyndun, prentun, hljóðritun eða á annan sambærilegan hátt, að hluta eða í heild, án skriflegs leyfis höfunda og útgefenda.

www.bokabeitan.is 

www.bergruniris.com

töfralan.jpg
bokabeitan.jpg
bottom of page