top of page

Allra veðra von

Sirkuslistahópurinn Hringleikur í samstarfi við Miðnætti

Frumsýning vor 2021 í Tjaranarbíó.

Sýningar utandyra víðsvegar um landið sumarið 2021.

Verkið er styrkt af Leiklistarráði, Starfslaunasjóði listamanna, Uppbyggingasjóði Austurlands og Reykjavíkurborg.

soknaraetlun_austurlands_edited.png
minna-logo_edited.png
isl_reykjavik_coa.svg_.png
MRN%20merki%20-%20Copy%20(1)_edited.png

Allra veðra von er nýsirkussýning þar sem sirkuslistin er notuð til að skoða tengsl mannsins við veðrið. Frá upphafi hefur veðrið verið stærsti örlagavaldur lífs á norðlægum slóðum, en með nútíma tækni, bílum, húsnæðiskosti og samfélagsgerð hefur veðrið hætt að hafa eins bein áhrif á líf okkar. Gjörvöll menning Íslendinga er þó gegnsýrð af áhrifum þessa fyrsta og síðasta umræðuefnis og núverandi framtíðarsýn krefst þess að við horfumst í augu við veðrið og þau tengsl sem við höfum við það.
Tungumál sirkuslistarinnar er myndrænt og hrífandi form sem nær til áhorfanda á breiðum aldri, óháð tungumáli. Akróbatík, áhætta, grín og glens, ljóðrænar myndir og loftfimleikar flétta saman sögur af mönnum og veðri. 

 

Lengd: 50 mínútur 

Aldur: Börn frá 6 ára og fjölskyldur þeirra. 

netupplausn-19.jpg

Leikhópur / Höfundar: Bryndís Torfadóttir, Eyrún Ævarsdóttir, Jóakim Meyvant Kvaran, Nick Candy, Thomas Burke
Leikstjórn: Agnes Wild
Búninga- og sviðsmyndahöfundur: Eva Björg Harðardóttir
Tónlistarstjórn: Sigrún Harðardóttir
Listrænt auga: Roberto Magro
Ljósahönnun: Friðþjófur Þorsteinsson
Framkvæmdarstjórn: Karna Sigurðardóttir

Sirkuslistahópurinn Hringleikur var stofnaður árið 2018 af hópi sirkusfólks á Íslandi með það markmið að þróa hérlenda sirkussenu og kynna Íslendinga fyrir möguleikum sirkuslistarinnar.

51562141_373834993400014_440004091782260

Hafa samband

Miðnætti Leikhús - félagasamtök

kt. 510917-0300​​

Agnes: 866-6787

Sigrún: 692-7408

Eva Björg: 694-8964

midnaettileikhus@gmail.com

Management: sigrunfidla@gmail.com

  • Black Facebook Icon
  • Black Twitter Icon
  • Black Instagram Icon
  • Black YouTube Icon

© 2020 Miðnætti / Midnight Theatre Company.


Allar myndir og efni á þessari síðu eru í eigu Miðnættis.

/ All images and materials used on the site belong to Midnight Theatre Company.

Thanks for submitting!

bottom of page