SKILABOÐASKJÓÐAN - samstarfsverkefni með Leikfélagi Mosfellssveitar. 
Bæjarleikhúsinu janúar-apríl 2017.

 

Handrit: Þorvaldur Þorsteinsson
Tónlist: Jóhann G. Jóhannsson
Leikstjórn: Agnes Wild

Tónlistarstjórn: Sigrún Harðardóttir og Flemming Viðar Valmundsson.

Leikmynd/búningar: Eva Björg Harðardóttir

Leikarar: Agnes Emma Sigurðardóttir, Axel Pétur Ólafsson, Ásdís Magnea Erelndsdóttir, Brynja Sigurðardóttir, Dóra Wild, Elísa Sif Hermannsdóttir, Elvar Örn Ármannsson, Guðmundur Árni Bang, Guðný Guðmundsdóttir, Haukur Helgi Högnason, Ísak Líndal, María Ólafsdóttir, Nanna Vilhelmsdóttir, Óskar Þór Hauksson, Silja Rún Högnadóttir, Unnur Edda Björnsdóttir, Úlfhildur Stefanía Jónsdóttir og Þuríður Davíðsdóttir.
Hljómsveit: Flemming Viðar Valmundsson, Loftur S. Loftsson, Karitas Bjarkadóttir, Óskar Þór Hauksson, Eva María Richter og María Ólafsdóttir.

 

Söngleikurinn Skilaboðaskjóðan fjallar um Putta litla sem býr í Ævintýraskógi, en hann langar mest af öllu að verða hugrakkur ævintýraprins. Hann heldur af stað um miðja nótt í leit að nátttrölli, en verður fyrir því óláni að vera klófestur af náttröllinu. Maddamamma og allir íbúar ævintýraskógarins taka höndum saman, og með hjálp Skilaboðaskjóðunnar ná þau að bjarga Putta litla úr klóm nátttröllsins. 

 

UMSAGNIR: 

Við hin eldri vorum á því að þetta væri mjög skemmtileg sýning en þeim yngsta, Aðalsteini fimm ára, næstum sex, fannst við eitthvað mélkisuleg í yfirlýsingum og tók af skarið: „Mér fannst ROSALEGA gaman á þessari sýningu,“ tilkynnti hann háum rómi og ég tek heils hugar undir það.
-
Silja Aðalsteinsdóttir

 

Skilaboðaskjóðan er skemmtileg og góð sýning og sannkallaður sigur fyrir listræna þríeykið Agnesi, Evu og Sigrúnu í Miðnætti.​

-Hrund Ólafsdóttir

 

Ljósmyndir: Solla Matt

© Allar myndir á þessari síðu eru í eigu Miðnættis.

Hönnun vefsíðu: Sigrún Harðardóttir

  • Facebook App Icon
  • Instagram
  • Twitter Social Icon
  • YouTube Social  Icon