KATE - samstarfsverkefni með Lost Watch Theatre Company

Tjarnarbíó nóvember og desember 2015. 

 

Handrit og leikstjórn: Agnes Wild

Leikarar:  Rianna Dearden, Olivia Hirst, Agnes Wild, Chris Woodley og Alex Dowding

 

Ísland, 1940. Bretarnir koma!
Þegar 25.000 breskir hermenn lenda í Reykjavík og hertaka landið, hafa íslensku konurnar eitthvað nýtt til að einbeita sér að. KATE fylgist með íslenskri fjölskyldu í seinni heimsstyrjöldinni, Selmu, uppreisnargjarnri dóttur þeirra, og Kötu, indælli sveitastelpu í vist hjá þeim.
Lífleg og skemmtileg sýning um sameiginlega sögu Íslendinga og Breta, með lifandi tónlist og sterkum vindkviðum.
Sýningin er á ensku og hefur áður verið sýnd í Englandi við mikið lof gagnrýnenda og áhorfenda.

 

UMSAGNIR:
 
"Goodness, it's the kind of work I come to the fringe to see!"
- Lyn Gardner, The Guardian

 

"Margar sviðslausnir Agnesar voru vel hugsaðar, hvernig hún lét persónur "hverfa" með því að stilla þeim upp til hliðar, hvernig hún notaði vindvélina og sýndi æðruleysi Íslendinganna, einkum íslenska sjómannsins, gagnvart rokinu og vaxandi þolgæði Bretanna gagnvart því líka. Einföld brella sem sagði meira en mörg orð." 

- Silja Aðalsteinsdóttir

 

"Leikstjórn Agnesar er heldur ekki af verri endanum. framvindan hröð með mörgum skemmtilegum lausnum og leikararnir búa til áhugaverðar raunverulegar manneskjur sem ekki eru sóttar í ameríska kvikmyndaiðnaðinn. En í blæ sýningarinnar má þó vissulega nema tengsl við þá nostralgíu sem bretar gjarnan umvefja sögur sínar úr seinni heimsstyrjöld og við þekkjum ágætlega úr breskum sjónvarpsþáttum. Agnes Þorkelsdóttir Wild vekur vonir og ósk um að sjá verk eftir hana sem allra fyrst aftur, og þá auðvitað á íslensku."

-María Kristjánsdóttir, Víðsjá


Lost watch var stofnað árið 2013 af  Agnesi Þ. Wild, Oliviu Hirst og Riönnu Dearden, en þær stunduði nám saman í East 15 Acting school. Saman hefur hópurinn sett upp 3 sýningar, Play for September, KATE og Goodstock. Fyrir fyrstu tvær sýningarnar hlaut hópurinn verðlaun NSDF Emerging Artist Awards á Fringe Festival í Edinborg árið 2013 og 2014. 
Lost Watch leggur áheyrslu á að skapa ný verk uppúr sönnum og grípandi sögum. 

 

Ljósmyndir: Solla Matt

© Allar myndir á þessari síðu eru í eigu Miðnættis.

Hönnun vefsíðu: Sigrún Harðardóttir

  • Facebook App Icon
  • Instagram
  • Twitter Social Icon
  • YouTube Social  Icon